[ Valmynd ]

Færslur aprílmánaðar 2009

næstu 3 daga

30. apríl 2009

á ég frí en þarf að vera mjög dugleg við að halda áfram að skrifa ritgerð um litla starfendarannsókn sem ég hef verið að gera. Það er skrýtið að þó mér finnist þetta áhugavert þá á ég svo erfitt með að einbeita mér að því að sitja yfir þessu. Vil helst bara skrifa en nenni […]

Ummæli (2) - Óflokkað

ég er farin að sjá

21. apríl 2009

græna túnbletti víðs vegar um borgina. Dreg þá ályktun að þrátt fyrir haglélið í dag sé vorið komið.

Ummæli (0) - Óflokkað

í ljósaskiptunum

16. apríl 2009

í kvöld gengum við S við sjóinn á kvöldrandi okkar.
S: mikið er þetta stór fugl sem marar þarna í hálfu kafi
E: (án þess að líta við) þá er þetta stokkönd, þær hálfkafa.
S: nei, nú fór hún alveg á kaf
E: þá er þetta æðarkolla (með miklu öryggi í röddinni og heldur hróðug yfir kunnáttu sinni)
S: heyrðu bíddu […]

Ummæli (0) - Óflokkað

fyrir örfáum dögum

7. apríl 2009

rann ég stjórnlaust niður brekku á bremsulausu hjóli og treysti á guð og lukkuna. Eftir að hert var á bremsunum  fyrir mig  verð ég að beita öllum mínum eigin mætti til að mjakast úr sporunum.

Ummæli (0) - Óflokkað

það kemur ekkert

3. apríl 2009

konkret útúr umræðu stjórnmálamannanna í sjónvarpinu. Einhverjir loðnir frasar um hagræðingu, skattalækkanir, skattahækkanir, aukin ríkisútgjöld, atvinnuleysi, skapa störf, vel menntað fólk, frjóan jarðveg, kerfishrun, mannaflsfrekar framkvæmdir, koma hjólum atvinnulífsins í gang, skera niður, rammi fyrir atvinnulífið. Ég veit ekki hvað þau vilja, fyrir utan að Bjarni Ben vill álver og Ástþór færri þingmenn. Og mér […]

Ummæli (0) - Óflokkað