[ Valmynd ]

Færslur maímánaðar 2009

það er stöðugt klifað á því

26. maí 2009

að það þurfi að endurreisa bankakerfið, það þurfi að endurreisa banka kerfið, það þurfi að endurreisa bankakerfið. Ég er löngu búin að ná því og segi bara:  ”vinsamlega hættið að segja mér að þess þurfi og gerið það bara”. Mín reynsla er sú að miklu öflugra er að gera en að tala um þörfina  á […]

Ummæli (0) - Óflokkað

í þessum hita

18. maí 2009

langar mig mest til að bregða snöru um annan fótinn á mér, binda hinn enda kaðalsins við strompinn og dingla þar svo  blási vel um mig.

Ummæli (0) - Óflokkað

heyrði í kríu í dag

14. maí 2009

sótti miðana mína á tónleika og húslestur á Listahátíð og hlakka til að sjá hjólhýsasýninguna flottu. Á morgun nota ég sumarfrísdag til að klára síðasta verkefni vetrarins í skólanum. B er búinn í prófum og A klárar á morgun. Nú getur vindinn lægt og sumarið komið.

Ummæli (0) - Óflokkað

um helgina

4. maí 2009

rifjaðist upp fyrir mér stuttur kafli úr bókinni Tveir húsvagnar þar sem aðalsögupersónan sem er frá Kiev,  er á flótta undan glæpamönnum sem vilja gera hana að vændiskonu, leitar eftir aðstoð hjá breskri yfirstéttarfrú. Sú breska ráðleggur þeirri rússnesku að reyna innhverfa íhugun, það hafi hjálpað sér og fleiri vesturlandakonum að losa um stress, kvíða […]

Ummæli (0) - Óflokkað