[ Valmynd ]

ég er búin að vera

Birt 1. febrúar 2010

sjónvarpslaus í viku og það er merkilegt hvað það skiptir nákvæmlega engu máli. Nema ef vera skildi að það er annars konar ró yfir manni. Það virðist vera hvíld í því að hlusta ekki lengur á Kastljós og sjá ekki fréttir né neitt annað sem ruv hefur upp á að bjóða. Maður ergir sig þá yfir færri hlutum og það er pottþétt hollt. Þegar maður lokar þessum glugga að veröldinni er merkilega áhugavert  að snúa sér að sinni eigin og lifa lífinu í stað þess að horfa á aðra lifa sínu.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.