[ Valmynd ]

sé að það eru einhverjir

Birt 3. mars 2010

andríkir að blanda þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn  saman við þá skoðun sína að þjóðin eigi ekki að borga Icesave. Hverjir sjá sér  hag í því að draga fólk á kjörstað á röngum forsendum? Ætli þeir haldi að fólk upp til hópa sé fábjánar?  Það er nógu erfitt fyrir fólk að mynda sér vitræna skoðun á þessu máli þó ekki sé vísvitandi reynt að leiða það á villigötur. Ég hef engan hitt sem veit hvað já leiðir af sér og engan heldur sem veit hvað nei þýðir. Fólk virðist ætla að akta á einhverja tilfinningu sem það hefur fyrir því  sem já eða nei ætti að þýða og kjósa samkvæmt því.  Ég óttast að það leiði ekki til góðs. Þegar afleiðingar gjörða fólk eru svona óljósar er hætt við að allir verði óánægðir með það sem þær leiða til.   Af hverju ætli stjórnarandstöðunni finnist svona  mikilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardaginn

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.