ansi hljóta
Birt 17. maí 2010
rólegheitin yfir manni að vera mikil þegar maður er farinn að sápuþvo kryddglös á kvöldin. Skipulegg reyndar um leið í huganum nokkuð stórt verkefni og velti fyrir mér hvenær ég geti vænst þess að fá ritgerðina mína aftur í fangið. Hef saknað hennar nokkur í fjarverunni og langar til að fá sem fyrst vitneskju um hversu miklum tíma ég mun þurfa að verja í hana í sumar. Dáist líka að því hvað Japanir eru fljótir að afgreiða bókapantanir, bók sem ég pantaði frá Tokyo 13. maí er komin í mínar hendur…
Flokkun: Óflokkað.