[ Valmynd ]

svona er ég naív, en

Birt 28. maí 2010

við mér blasir að:

·         Fólk er ófullkomið og gerir margvísleg mistök

·         Fólk  sem gerir mistök reynir yfirleitt að loka augunum fyrir þeim, draga úr þeim eða jafnvel kenna öðrum um þau

·         Fólk sem viðurkennir mistök sín gengur ekki alveg alla leið, viðurkennir hluta þeirra en setur svo fram einhverskonar  varnagla eins og til að draga úr högginu

·         Fólk er sjálflægt og sér heiminn frá eigin bæjarhellu

·         Fólk á auðveldast með að leita til þeirra sem það þekkir

·         Fólk er dómhart

Ég geri þá kröfu til stjórnmálamanna:

·         Að þeir horfist í augu við ófullkomleika sinn

·         Að þeir viðurkenni eigin mistök og axli ábyrgð á þeim

·         Að þeir hafi það sterk bein  að þeir geti staðið undir eigin mistökum og finnist eðlilegt að gera hreint fyrir sínum dyrum og líti ekki svo á þeir séu að því  til þess eins að friða kjósendur

·         Að þeir séu víðsýnir, hafi ríka samkennd og vinni af auðmýkt  þjóðfélagi sínu til heilla

·         Að þeir  setji hagsmuni heildarinnar ofar eigin hagsmunum eða hagsmunum sinna vildarvina

·         Að þeir hreyki sér ekki yfir óförum annarra

Vegna þessa get ég ekki kosið á laugardaginn. Það er ekkert stjórnmálaafl sem stendur undir væntingum mínum.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.