[ Valmynd ]

ég veit ekki hvort

Birt 16. júní 2010

það er ellin, botnlangatakan eða bara plein geðvonska sem gerir það að verkum að ég hrylli mig yfir auglýsingabæklingum sem streyma inn um bréfalúguna og segja mér hvaða árstíðabundnalífstíl ég á að stunda þessa dagana. Ætli nokkur maður sæti í taustól eða lægi á uppblásinni vindsæng og drykki úr rósóttu plastglasi með röri, nema  vera minntur á mikilvægi þessa reglulega af europris eða rúmfatalagernum. Líklega eykst þessi pirringur manns vegna þess að tíminn er farinn að líða hraðar og það koma örar sömu  árstíðir skipulagðar af verslunareigendum. Happdrætti, bókhald, heilsa og lífstíll, fermingar, sumarblóm, grill, útilegur, garðurinn, stúdentsgjafir, brúðkaup, verslunarmannahelgin, skóladót, haustlaukar, bókaflóð, jólin, flugeldar. Þannig sýnist mér árið líða hjá markaðnum og áreitið er viss passi til að gæta þess  að við gleymum örugglega ekki á hvaða tímabili við erum stödd.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.