[ Valmynd ]

ég sendi frá mér

Birt 20. júní 2010

fullfrágengna ritgerð rétt í þess. Ég byrjað að undirbúa hana haustið 2008 en skrif hófust ekki á fullu fyrr en í janúar á þessu ári. Nú er það í annarra höndum hvort ég útskrifast með meistaragráðu í náms- og kennslufræði í október 2010. Ég hef alla vega lært heilmargt af þessari vinnu, en ég hef líka engst af ógeði inn á milli. Óöryggi mitt með eigin getu til fræðilegra vinnubragða hefur verið mér fjötur um fót auk lítillar löngunar til að temja eigin hugsanir inn í fyrirfram ákveðið form. Ég geri tilraun til að þenja það form aðeins út í minni ritgerð, en mér finnst ég ekki hafa geta gert það með nógu afgerandi hætt. Ég hef ekki næga hæfileika til þess að ganga enn lengra en veit ekki hvað ég þarf að læra betur til að geta það. Mér finnst miður að vita það ekki. Svo velti ég töluvert  fyrir mér tilgangi mínum með þessarri vinnu allri…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.