[ Valmynd ]

á morgun leggjum við

Birt 5. ágúst 2010

af stað í árlega ferð stórfjölskyldunnar vestur á firði. Pabbi með fimm dætur og hluta þess stóðs sem þeim fylgir. Til viðbótar eru stundum vinir pabba sem hafa flotið með í göngurnar, sumir öll árin, aðrir koma með stundum og stundum ekki. Unglingarnir okkar og unga fólkið er furðu viljugt að koma með og þetta árið verður líklega met slegið í fjölda og tvö langafabörn verða jafnvel  með í för. Ég vona að við getum synt í sjónum og þó  ég geti ekki gengið með þetta árið þá nýt ég þess að vera á þessum fallegu slóðum, meira að segja þó ég sé nýkomin heim þaðan.  Fjallaþráin og sjávarástin verður ekki umflúin, hún er innundir skinninu á mér.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.