[ Valmynd ]

vinkonur mínar og ég

Birt 17. september 2010

erum drullufúlar yfir endalausri kúgun kvenna. Við erum líka orðnar leiðar á kvennasamstöðu sem ekki skilar neinu og teljum að það þurfi að gera eitthvað róttækara en að hittast með bleika trefla og hlæja og skemmta sér til að halda upp á kvennafrídaginn 1975. Karnevalstemming til að fagna status quo er bara ekki við hæfi að okkar mati! Okkur blöskrar normalísering á klámi, viðbrögð margra karlmanna við því þegar bent er á að hún viðgangist og launamunur kynjanna svo eitthvað sé nefnt sem á við hér á landi. Sjálf hætti ég ekki að undrast það hversu auðveldlega konur ganga í þá gildru að viðhalda staðalmyndum kynjanna og þar með ójafnrétti.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.