[ Valmynd ]

það er svo auðvelt að

Birt 21. september 2010

vera fullur réttlætis þegar allir aðrir en maður sjálfur hafa gert rangt. Það er auðveldara að setja sig í spor þeirra sem maður þekkir vel en þeirra sem maður þekkir verr. Eða kannski öllu heldur erfiðara að viðurkenna að þeir sem maður þekkir vel geri eitthvað rangt. Aðferðin að loka bara augunum og horfast ekki í augu við vandann nýtist sumum líka ansi vel. Líklega er ekkert til sem heitir að hefja sig yfir sviðið.  Í það minnsta virðast alltaf fylgja fólki  þræðir neðan af sviðinu sem hafa áhrif á málflutning þess.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.