[ Valmynd ]

í dag er dásamlegur sumarfrísdagur

Birt 29. september 2010

að lokinni vinnuferð til Svíþjóðar. Tilfinning mín fyrir smæð og kotungshætti landsins míns óx við að stitja til borðs með fólki frá Azerbajzan, Georgíu,  Serbíu, Bretlandi og Svíþjóð. Sjálf varð ég eins og  mállaust smápeð þegar ég hlustaði á umræður fólks frá t.d. Möltu, Sviss, Kýpur, Bosníu- Hersegovínu og Kósóv um að því er virtist ekkert, sem þau skildu samt mjög djúpum skilningi.  Þetta fólk var ósammála en rökræddi án þess að skipta skapi eða virðast móðgað hvert við annað. 

Í Svíþjóð eru seld föt fyrir feitar konur og úrvalið er næstum því jafn mikið og fyrir unglinga, það finnst mér merki um víðsýni  eða kannski öllu heldur raunsæi.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.