[ Valmynd ]

ég er að skrifa grein

Birt 24. október 2010

þar sem ég reyni að rökstyðja þá hugmynd mín að starfendarannsóknir séu möguleg aðferð fyrir starfandi kennra til að efla vald sitt yfir þekkingunni á fagi sínu. Rökstuðningurinn felst samt eiginlega fyrst og fremst í því að benda á það sem aðrir hafa sagt um viðfangsefnið. Þessir aðrir eru  fræðimenn sem ég trúi að hafi eitthvað til síns máls. Þó mér finnist það sem þeir segja trúverðugt þá eru ekki allir sammála því  og jafnvel bara örfáir. Sumir telja jafnvel óþarft að kennarar efli vald sitt yfir þekkingunni á fagi sínu, telja því valdi best komið fyrir annarsstaðar.Það sem verra er að til er fólk sem hefur misst trúna á að kennurum sé treystandi fyrir þessu valdi, eða að þeir valdi því að bera það. Kennarar sjálfir eru jafnvel ekkert vissir um að þeir nenni eða vilji  berjast fyrir þessu valdi, vilja miklu heldur láta aðra segja sér hvernig best er að kenna. Ég tel að það sé viðhorf mitt til þekkingarsköpunar sem gerir það að verkum að ég tel mikilvægt að kennarar hafi valdið yfir þekkingunni á sínu fagi. Það gerir þá betur í stakk búna að mínu mati til að aðstoða nemendur við eigin þekkingarsköpun. Nemendur eru í mínum huga ekki bara ílát heldur hugsandi skapandi verur sem þurfa að vera virkir þátttakendur í þekkingaröflun sinni.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.