[ Valmynd ]

gott að sjá

Birt 2. nóvember 2010

að fólk er farið að tjá  opinberlega efasemdir um aðferðir og tilgang þeirra sem eru hvað háværastir þessa dagana. Andrúmsloftið er viðkvæmt og við megum ekki láta lýðskrumara ná tökum á hugsunum okkar og tilfinningalífi. Við erum í djúpum skít og það er ekki fyrr en við viðurkennum það, öxlum ábyrgð og hættum að láta reiðina blinda okkur sem við getum farið að vinna uppbyggilega. Maður þarf stundum að sætta sig við það óbærilega og halda áfram, jafnvel þó maður telji sig ekki hafa gert neitt til að verðskulda óréttlætið. Verst er þó að miss sjálfstæða hugsun sína, sem getur gerst ef maður gefur öðrum leyfi til að róta upp í tilfinningalífi sínu og lætur leiða sig eins og rollu í einhvern dilk sem maður kemst svo ekki útúr af sjálfsdáðum.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.