[ Valmynd ]

Færslur aprílmánaðar 2010

mig langaði mest

20. apríl 2010

til að kasta úlpunni minni yfir hrakta lóu sem ég hjólaði fram hjá í hraglandanum við Suðurlandsbrautina í dag. Ég stoppaði mig af, enda hefði góðmennska mín hugsanlega misskilist…

Ummæli (0) - Óflokkað

í dag kom

19. apríl 2010

hungangsflugan sem vön var að koma inn í stofu til mín, á gluggann í vinnunni hjá mér. Mér finnst  fallega gert af henni að hafa fyrir því að leita mig uppi.

Ummæli (0) - Óflokkað

hugsum okkur fjölskyldu

15. apríl 2010

sem fær lánað hús í sumarfríinu sínu. Þetta er nokkuð samsett fjölskylda, mín börn, þín börn og okkar börn á ýmsum aldri ásamt foreldrunum. Húsið sem þau dvelja í er rúmgott á tveimur hæðum. Börnin fá neðri hæðina til umráða fyrir sig en mamman og pabbinn sofa á aðalhæðinni og biðja elsta barnið um að […]

Ummæli (0) - Óflokkað