[ Valmynd ]

Færslur septembermánaðar 2010

í dag er dásamlegur sumarfrísdagur

29. september 2010

að lokinni vinnuferð til Svíþjóðar. Tilfinning mín fyrir smæð og kotungshætti landsins míns óx við að stitja til borðs með fólki frá Azerbajzan, Georgíu,  Serbíu, Bretlandi og Svíþjóð. Sjálf varð ég eins og  mállaust smápeð þegar ég hlustaði á umræður fólks frá t.d. Möltu, Sviss, Kýpur, Bosníu- Hersegovínu og Kósóv um að því er virtist ekkert, […]

Ummæli (0) - Óflokkað

það er svo auðvelt að

21. september 2010

vera fullur réttlætis þegar allir aðrir en maður sjálfur hafa gert rangt. Það er auðveldara að setja sig í spor þeirra sem maður þekkir vel en þeirra sem maður þekkir verr. Eða kannski öllu heldur erfiðara að viðurkenna að þeir sem maður þekkir vel geri eitthvað rangt. Aðferðin að loka bara augunum og horfast ekki […]

Ummæli (0) - Óflokkað

vinkonur mínar og ég

17. september 2010

erum drullufúlar yfir endalausri kúgun kvenna. Við erum líka orðnar leiðar á kvennasamstöðu sem ekki skilar neinu og teljum að það þurfi að gera eitthvað róttækara en að hittast með bleika trefla og hlæja og skemmta sér til að halda upp á kvennafrídaginn 1975. Karnevalstemming til að fagna status quo er bara ekki við hæfi að […]

Ummæli (0) - Óflokkað

fann lykt af kulda

14. september 2010

í dag og fannst það gott. Hitinn undanfarið hefur verið óvenjulegur og þrátt fyrir að milt veður sé indælt vekur kuldinn manni einhverskonar tilfinningu fyrir því að nú sé allt eins og það á að vera. Ég virðist kunna betur við að hlutir (og reyndar fólk líka) séu það sem þeim er ætlað að vera og reyni […]

Ummæli (0) - Óflokkað