[ Valmynd ]

það fækkaði um eina

Birt 17. janúar 2011

í saumaklúbbnum mínum í síðustu viku. Við hinar höfum stutt hver aðra og  kvatt okkar kæru vinkonu  á okkar hátt. Við höfum t.d. “hlegið”  hana sem er andstaðan við að syrgja. Auðvitað syrgjum við hana en það að hlægja og fíflast yfir jafn alvarlegum hlut og dauðanum veitir losun.  Það er ekki óumbreytanleg regla að þurfa að taka dauðann hátíðlega, hann er bara ein af staðreyndum lífsins. Óvæginn á stundum en veitir okkur líka merkilega sýn á lífið sem hefur óþægilega sterka tilhneigingu til að halda áfram.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.