[ Valmynd ]

tvo daga í röð

Birt 17. mars 2011

hef ég brotið reglur húsfélagsins og gefið einmana þresti að borða á svölunum hjá mér. Og er með samviskubit yfir því. Þegar ég sé svo að fuglskömminn ætlar að sitja einn að kræsingunum og hrekur aðra fugla á brott af hörku hneykslast ég á honum, vorkenni þeim brottreknu og er skapi næst að hlýða húsreglunum hér eftir og gefa honum ekki framar. Tilfinningasemi mín og óstabílitet ríður því ekki við einteyming…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.