[ Valmynd ]

Færslur marsmánaðar 2011

þegar ég las

30. mars 2011

frétt um álft sem hamaðist af öllum lífs og sálarkröftum á svölum, en náði  sér ekki á flug vegna þrengsla fann ég fyrir sterkri  samsömun með henni. Það var einhverskonar hugmyndaleg samsömun sem ég fann. Eftir lestur fréttarinnar velti ég vöngum yfir því að kannski stafi erfiðleikar mínir við að koma hugmyndum mínum á loft aðallega […]

Ummæli (0) - Óflokkað

tvo daga í röð

17. mars 2011

hef ég brotið reglur húsfélagsins og gefið einmana þresti að borða á svölunum hjá mér. Og er með samviskubit yfir því. Þegar ég sé svo að fuglskömminn ætlar að sitja einn að kræsingunum og hrekur aðra fugla á brott af hörku hneykslast ég á honum, vorkenni þeim brottreknu og er skapi næst að hlýða húsreglunum […]

Ummæli (0) - Óflokkað