[ Valmynd ]

Færslur maímánaðar 2011

örn og amma

27. maí 2011

amma við afa: farðu varlega með þetta elskan mín
Örn: af hverju segirðu elskan mín við hann?
amma: afi er elskan mín
Örn: af hverju
amma: hann er kærastinn minn
Örn: nú, eruð þið ekki búin að giftast?

Ummæli (0) - Óflokkað

mér lætur vel að stinga

19. maí 2011

höfðinu í sandinn eins og strútnum. Eftir rétt rúma viku þarf ég að vera búin að semja erindi til að flytja í York á Englandi. Ég er komin áleiðis með að semja erindið en s.l. daga hef ég látið eins og þetta ferðalag sé hreinlega ekki á dagskrá og ég þurfi ekkert að ljúka við að […]

Ummæli (0) - Óflokkað

samtal ömmu og Arnar fjögurra ára

7. maí 2011

Örn: hver saumaði þetta?
Amma: langa, lang amma þín.
Örn: Hvaða langa, lang amma?
Amma: Magnea.
Örn: var hún kona Sigurbjörns?
Það sem barnið veit…

Ummæli (0) - Óflokkað