í hvert sinn
Birt 12. júní 2017
sem ég keyri inn á nýlagt malbik fer um mig sæluhrollur. Ég hægi á bílnum til að njóta þessa stutta kafla sem lengst. Blóðþrýstingurinn lækkar, hver fruma slaknar og taugakerfið róast. Þegar gamla malbikið tekur við fer allt í sama horfið.
Flokkun: Hitt og þetta.