[ Valmynd ]

himnarnir gráta

Birt 20. júní 2017

minn fyrsta sumarfrísdag. Ég átti að fara í fótsnyrtingu en hringt var í mig og henni frestað um viku. Við Kátur lögðum okkur eftir morgunmatinn og svo hefur orkan aðallega farið í að hugsa um hvað ég á að hafa í matinn í kvöld handa gestunum fjórum.
Ég er hætt í vinnu minni til ellefu ára en fór nú samt í póstinn í morgun og svaraðu tveimur erindum, ég mun ekki skila vinnutölvunni fyrr en síðar svo ég held áfram að sinna smáerindum. Öllu breytingum fylgir ákveðinn tregi jafnhliða spenningi. Ég hef sumarfríið til að anda, hlaða batteríin og skipta um gír.
Helsta stressið núna er svo það að ég er að drukkna í rabbabara…

Rabbabarinn

Flokkun: Hitt og þetta.

Lokað fyrir ummæli.