[ Valmynd ]

að reita arfa

Birt 29. júní 2017

er ekki leiðinlegt. Ég tek samt eftir því að ég vil helst sitja sem lengst á sama stað og reita mjög vel í kringum mig. Uppgötvaði í fyrradag, þegar ég sat í sömu sporum á malarstíg í garðinum og tíndi upp hvert einasta smá rusl sem ég sá að það stafaði ekki af snyrtimennsku minni, heldur kveið ég fyrir að þurfa að mjaka mér áfram eða standa upp. Liðverkir mínir gera það að verkum að ég vil helst hreyfa mig sem minnst. Gott að mér er ekki illa við arfa, vil samt ekki leyfa honum að taka alveg yfir svo ég held honum í skefjum með því að taka smá svæði fyrir í einu. 30 mín á dag, þegar hangir þurrt duga mjög vel enn sem komið er alla vega.

Flokkun: Hitt og þetta.

Lokað fyrir ummæli.