[ Valmynd ]

Færslur júnímánaðar 2017

að reita arfa

29. júní 2017

er ekki leiðinlegt. Ég tek samt eftir því að ég vil helst sitja sem lengst á sama stað og reita mjög vel í kringum mig. Uppgötvaði í fyrradag, þegar ég sat í sömu sporum á malarstíg í garðinum og tíndi upp hvert einasta smá rusl sem ég sá að það stafaði ekki af snyrtimennsku minni, […]

Ummæli (0) - Hitt og þetta

himnarnir gráta

20. júní 2017

minn fyrsta sumarfrísdag. Ég átti að fara í fótsnyrtingu en hringt var í mig og henni frestað um viku. Við Kátur lögðum okkur eftir morgunmatinn og svo hefur orkan aðallega farið í að hugsa um hvað ég á að hafa í matinn í kvöld handa gestunum fjórum.
Ég er hætt í vinnu minni til ellefu […]

Ummæli (0) - Hitt og þetta

í hvert sinn

12. júní 2017

sem ég keyri inn á nýlagt malbik fer um mig sæluhrollur. Ég hægi á bílnum til að njóta þessa stutta kafla sem lengst. Blóðþrýstingurinn lækkar, hver fruma slaknar og taugakerfið róast. Þegar gamla malbikið tekur við fer allt í sama horfið.

Ummæli (0) - Hitt og þetta

það hefur stytt upp

2. júní 2017

en allt er skínandi hreint eftir rigningu næturinnar. Illgresið hefur tekið vaxtarkipp og það er að verða aðkallandi að fara á fjóra fætur og uppræta það. Samkvæmt veðurspá helgarinnar á að hanga þurrt svo tóm ætti að vera til að reita smá. Mig langar samt líka til að hanga bara um helgina eins og mér […]

Ummæli (0) - Óflokkað

hér er allt með kyrrum kjörum

1. júní 2017

ekkert gerst síðan 2011, ekki hér í það minnsta, en það er ekki þar með sagt að ekkert hafi gerst.

Ummæli (0) - Óflokkað