ég er farin
3. febrúar 2021
að æfa kuldaþol mitt. Gekk tvisvar syngjandi í sjóinn í gær í lopapeysu með ullarhúfu á hausnum. Sjórinn var -1,8 gráða. Ég hef ekki farið í svo kaldan sjó áður. Magnað hvað maður fann samt lítið fyrir kulda, en lærin urðu æpandi bleik. Í næstu viku tek ég vonandi sundtök.