[ Valmynd ]

Færslur októbermánaðar 2022

datt í vinnunni

11. október 2022

í dag. Byrjaði morguninn á því að tölvan mín krassaði og neitaði að ræsa sig. Viftan hafði gefið sig og lítið við því að gera. Til stóð hvort eð var að endurnýja hana svo ekkert verður gert með hana. En það er alveg ófært að vera tölvulaus í vinnu svo ég reyndi að koma mér […]

Ummæli (13458) - Hitt og þetta

útundan mér

8. október 2022

sá ég gleiðfætta, feita gamla  konu sitja á bekk. Hún var í marglitu pilsi með úlpuna fráhneppta svo sást í bláa ullarpeysu. Ég  tók líka eftir að hún var með pjönkur við hlið sér á bekknum og með ljósbleika húfu á hausnum. Ég  samsamaði mig þessari konu í augnablik því  hún minnti mig á mig […]

Ummæli (24703) - Óflokkað

bið á flugvelli

7. október 2022

er alltaf eins. Allskonar fólk, allskonar töskur, allskonar hljóð og alls konar lykt. Lítið um sæti en mikið um óþarft góss.

Ummæli (7799) - Óflokkað

fegurð morgunsins

6. október 2022

í sólríku logninu er upphefjandi. Birtan frá sólinni lýsir upp marglitan trjágróður. Birta endurkastast af blautu malbiki og blindar mann í smástund. Fuglar vappa í moldinni og tína rauð ber af jörðinni.

Ummæli (4050) - Hitt og þetta, EK

það eru öðruvisi

5. október 2022

morgnar þegar maður vaknar í myrkri. Meiri svefndrungi og hægð sem eykst  svo enn þegar veturinn gengur  í garð. Fékk mér klukku í fyrra sem líkir eftir sólarupprás frá 5:50 svo ég vakna alltaf í “björtu” þegar hún hringir 06:20. Held þetta geri gagn en kannski er það bara blekking. Skiptir það máli ef mér […]

Ummæli (24805) - Hitt og þetta

haust tilfinning

4. október 2022

leiðir til blogglöngunar. Vil setja mér það markmið að skrfa smá á hverjum degi. Sá hvatningu á twitter um að sem flestir ættu að skrifa blogg sem enginn les. Það hef ég gert síðan 2004. Með löngum hléum reyndar. Þegar streitan yfirtekur þá er gott að róa hugann með því að skrá niður hvað drífur […]

Ummæli (4) - Hitt og þetta