[ Valmynd ]

Færslur í flokknum: Bækur

ég var að ljúka við

7. janúar 2007

að lesa danska skáldsögu sem heitir Undantekningin eftir Christian  Jungesen. Bókin heillaði mig algjörlega. Hún er spennandi, skemmtileg og áhugaverð. Persónur bókarinnar vinna flestar á stofnun í Danmörku sem fjallar um þá illsku sem einkennir manneskjuna þegar stríð geisa. Þær velta upp spurningum um hvernig það megi vera að illmenni geta farið heim til sín […]

Ummæli (2) - Óflokkað, Bækur

ég er að lesa

31. mars 2006

Draumaland Andra Snæs Magnasonar og er heilluð…
Ég hlæ upphátt og segi stöðugt EINMITT bæði hátt og í hljóði.
Vangaveltur hans setja í orð margt af því sem lengi hefur brotist um í mörgum en enginn áður gefið sér tíma til að setja í svona stórt samhengi. Þessi bók hefur vonandi áhrif til þess að við förum […]

Ummæli (0) - Bækur

ég þarf að fara

4. janúar 2006

að læra aftur eftir lengsta jólafrí sem ég hef fengið á ævi minni. Ég hef varið miklum tíma í fríinu með Nautaflatafólkinu hennar Guðrúnar frá Lundi og öðrum íbúum Dalsins, eins og Þóru í Hvammi og Dodda á Jarðbrú og Línu konunni hans sem hreppstjórinn barnaði. Ég hef drukkið með því kaffi og fylgst með […]

Ummæli (0) - Bækur

ef eitthvað

9. október 2005

væri að marka þessa bókaskráningu mína þá mætti halda að ég læsi bara ekkert. Raunin er hins vegar sú að ég les svo mikið að ég nenni ekki að skrá það allt saman niður.
Nokkur sýnishorn af bókum sem ég er að lesa eða hef nýlokið við að lesa:
Run a way world eftir Anthony Giddens
FLOW eftir […]

Ummæli (0) - Bækur

ég hlustaði á kynningar á

6. október 2005

næstum 20 bókum í dag og í gær. Mig langar að lesar flestar þeirra en kemst örugglega ekki yfir það en fæ aðgang að útdrætti úr þeim.

Ummæli (0) - Bækur

ellefu mínútur

7. mars 2005

skil ekki alveg hvað höfundur er að fara með þessari bók. Virkar eins og hann sé að upphefja fegurðina í lífi vændiskonu! Kannski er hann að velta fyrir sér hvernig fólk blekkir sjálft sig og reynir að upphefja líf sitt. Mögulega er hann að nota vændiskonuna til að sýna fram á hvernig við tölum okkur […]

Ummæli (0) - Bækur

forysta og tilfinningagreind

26. febrúar 2005

eftir Daniel Goleman og fleiri. Ég er langt komin með bókina. Í þessari bók er verið að velta fyrir sér hvernig tilfinningar hafa áhrif á forystuhæfileika manneskjunnar. Tilfinningarnar hafa fram að þessu þóst frekar flækjast fyrir en hitt en í bókinni er verið að leitast við að sýna fram á að tilfinningar spili mun stærri […]

Ummæli (0) - Bækur

konur sem hugsa of mikið

16. nóvember 2004

allt of mikill þýðingabragur á þessari bók. Sömu hlutir sagðir oftar en einu sinni, konur sem tala of mikið kemur stundum upp í hugann af og til við lesturinn. Samt ágætt að huga að þessu í því ástandi sem nú ríkir í kringum mig.

Ummæli (0) - Bækur

kvenspæjarastofa númer eitt

8. nóvember 2004

er ágæt en skil samt ekki alveg þá verulegu hrifningu sem ég hef heyrt um bókina. Jú, jú þetta er ljúf bók en dálítið stirð aflestrar. Kannski er það bara þýðingin…

Ummæli (0) - Bækur

rauði úlfurinn

30. október 2004

ég hef lesið nokkrar bækur eftir þessa konu. Þær eru áhugaverðar.

Ummæli (0) - Bækur