fegurð morgunsins
6. október 2022
í sólríku logninu er upphefjandi. Birtan frá sólinni lýsir upp marglitan trjágróður. Birta endurkastast af blautu malbiki og blindar mann í smástund. Fuglar vappa í moldinni og tína rauð ber af jörðinni.
að gera mikið úr litlu
6. október 2022
í sólríku logninu er upphefjandi. Birtan frá sólinni lýsir upp marglitan trjágróður. Birta endurkastast af blautu malbiki og blindar mann í smástund. Fuglar vappa í moldinni og tína rauð ber af jörðinni.
7. janúar 2008
velti ég vöngum yfir því sem hefur drifið á daga mína frá því ég varð fertug. Sem mér finnst engu líkara en að hafi verið í hitteðfyrra.
• Báðar ömmur mínar dóu og tvær ömmusystur
• Tveir móðurbræður mínir dóu
• Ég eignaðist tvö barnabörn og missti annað þeirra.
• Elsti sonur minn kom heim eftir framhaldsnám í útlöndum
• Miðsonur minn lauk menntaskóla
• Yngsti sonur minn lauk grunnskóla
• Fór […]
Ummæli (4) - Óflokkað, EK
9. október 2005
fór ég í fyrsta alvöru atvinnuviðtalið mitt. Mér leið ekki illa en er samt ekki viss um að þeir sem tóku viðtalið hafi fattað hvað ég er góður kostur fyrir þá. Kannski var ég of afslöppuð…
Ummæli (0) - EK
27. febrúar 2005
að líkjast manneskju sem fær þessi ummæli frá samstarfsfélögum sínum:
Góð fyrirmynd, röggsöm og fylgin sér
Gáfuð, skipulögð,rökföst og hugmyndarík
Frábær starfsfélagi
Miðlar öðrum óspart af þekkingu sinni
Ótrúlega hjálpsöm og þolinmóð
Bara best
Klár kona sem kemur eins fram við alla
Fagleg fyrirmynd og frábær samstarfsfélagi
Hugmyndarík
Hörkukvendi
Góð
Algjörlega frábær
Vingjarnleg manneskja
Djúpvitur og jákvæð
Yndisleg
Ótrúlega hlý nærvera notar augun til að ná til fólks
Klettur sem geislar af
Ummæli (0) - EK
30. október 2004
til vandræða. Mér hugnast betur samningaleiðin en barátta.
Ummæli (0) - EK
24. september 2004
að svo allir í heiminum hefðu nóg að bíta og brenna væri nóg að hver einasti Vesturlandabúi skæri af sér litla fingur, myndi ég þá hlaupa strax upp til handa og fóta finna beittasta hnífinn á heimilinu og skera minn af?
Nei ég held ekki.
Fyrsta hugsun mín yrði örugglega sú að þetta væri blekking. Það myndi […]
Ummæli (1) - EK
staðfestingu á því sem mig hefur lengi grunað, ástæðan fyrir því að ég er metnaðarlaus og verð aldrei snillingur er sú að ég er elst. Elstu systkini hafa ekki sama drifkraft og þau sem þurfa að berjast við sér eldri einstaklinga þegar þau eru að alast upp. Komið hefur fram í rannsóknum að eldri sytkini […]
Ummæli (0) - EK
20. september 2004
í hverju munur á mér og ýmsu öðru fólki liggur. Þessi munur hefur mikil áhrif á lífsskoðanir okkar og það hvernig okkur finnst eðlilegt að taka á málum sem snúa að fólki. Ég trúi því að fólk sé oftast að leggja sig fram um að gera sitt besta, það geri það vegna þess að því […]
Ummæli (0) - EK
22. ágúst 2004
er einræn en á auðvelt með að umgangast fólk
hef gaman af að teikna en er klaufi við það
hef gaman af að syngja en held ekki lagi
fæ mikið út úr dansi en er taktlaus
finn gleði í því að hreyfa mig en er þung á mér
nýt þess að vera heima en finnst gaman að ferðast
tek lífið alvarlega […]
Ummæli (0) - EK
30. júlí 2004
Í gær var ég ung kona með einn ungling og tvö smábörn.
Í dag er ég miðaldra kona með tvo stálpaða unglinga, son sem er að verða 30 ára og tengdadóttur á fertugsaldri.
Á morgun verð ég…
Ummæli (0) - EK