[ Valmynd ]

Færslur í flokknum: Hitt og þetta

datt í vinnunni

11. október 2022

í dag. Byrjaði morguninn á því að tölvan mín krassaði og neitaði að ræsa sig. Viftan hafði gefið sig og lítið við því að gera. Til stóð hvort eð var að endurnýja hana svo ekkert verður gert með hana. En það er alveg ófært að vera tölvulaus í vinnu svo ég reyndi að koma mér […]

Ummæli (4941) - Hitt og þetta

fegurð morgunsins

6. október 2022

í sólríku logninu er upphefjandi. Birtan frá sólinni lýsir upp marglitan trjágróður. Birta endurkastast af blautu malbiki og blindar mann í smástund. Fuglar vappa í moldinni og tína rauð ber af jörðinni.

Ummæli (254) - Hitt og þetta, EK

það eru öðruvisi

5. október 2022

morgnar þegar maður vaknar í myrkri. Meiri svefndrungi og hægð sem eykst  svo enn þegar veturinn gengur  í garð. Fékk mér klukku í fyrra sem líkir eftir sólarupprás frá 5:50 svo ég vakna alltaf í “björtu” þegar hún hringir 06:20. Held þetta geri gagn en kannski er það bara blekking. Skiptir það máli ef mér […]

Ummæli (14432) - Hitt og þetta

haust tilfinning

4. október 2022

leiðir til blogglöngunar. Vil setja mér það markmið að skrfa smá á hverjum degi. Sá hvatningu á twitter um að sem flestir ættu að skrifa blogg sem enginn les. Það hef ég gert síðan 2004. Með löngum hléum reyndar. Þegar streitan yfirtekur þá er gott að róa hugann með því að skrá niður hvað drífur […]

Ummæli (0) - Hitt og þetta

það er svo gott

7. janúar 2021

þegar maður nær að keyra heim úr vinnu í smá skímu. Erfitt að fara til og frá vinnu í myrkri. Ég er að velta fyrir mér að fara út í 15 mínútur á miðjum vinnudegi í janúar alla vega til að sjá birtuna. Held það gerði mér gott. Vona að ég nenni því.

Ummæli (0) - Óflokkað, Hitt og þetta

2020

27. janúar 2020

talan sem stefnt hefur verið að lengi, eða þannig. Er líklegt að þetta ár verði frábrugðið öðrum árum, nei ekki mjög líklegt. Brúðkaup miðsonar og ferðalag til Danmerkur er á planinu. Annars er þetta sama súpan, vinna, borða, sofa og hitta fólk af of til…

Ummæli (0) - Hitt og þetta

okkur vantaði nýtt rúm

21. ágúst 2017

og tókst loks að kaupa það s.l. föstudag og fengum það afhent í dag. Síðasta rúm keyptum við á síðustu öld, þýðir að næst þegar við kaupum okkur rúm verðum við orðin 78 og 77 ára.

Ummæli (0) - Hitt og þetta

að reita arfa

29. júní 2017

er ekki leiðinlegt. Ég tek samt eftir því að ég vil helst sitja sem lengst á sama stað og reita mjög vel í kringum mig. Uppgötvaði í fyrradag, þegar ég sat í sömu sporum á malarstíg í garðinum og tíndi upp hvert einasta smá rusl sem ég sá að það stafaði ekki af snyrtimennsku minni, […]

Ummæli (0) - Hitt og þetta

himnarnir gráta

20. júní 2017

minn fyrsta sumarfrísdag. Ég átti að fara í fótsnyrtingu en hringt var í mig og henni frestað um viku. Við Kátur lögðum okkur eftir morgunmatinn og svo hefur orkan aðallega farið í að hugsa um hvað ég á að hafa í matinn í kvöld handa gestunum fjórum.
Ég er hætt í vinnu minni til ellefu […]

Ummæli (0) - Hitt og þetta

í hvert sinn

12. júní 2017

sem ég keyri inn á nýlagt malbik fer um mig sæluhrollur. Ég hægi á bílnum til að njóta þessa stutta kafla sem lengst. Blóðþrýstingurinn lækkar, hver fruma slaknar og taugakerfið róast. Þegar gamla malbikið tekur við fer allt í sama horfið.

Ummæli (0) - Hitt og þetta