[ Valmynd ]

Færslur í flokknum: Hitt og þetta

himnarnir gráta

20. júní 2017

minn fyrsta sumarfrísdag. Ég átti að fara í fótsnyrtingu en hringt var í mig og henni frestað um viku. Við Kátur lögðum okkur eftir morgunmatinn og svo hefur orkan aðallega farið í að hugsa um hvað ég á að hafa í matinn í kvöld handa gestunum fjórum.
Ég er hætt í vinnu minni til ellefu […]

Ummæli (0) - Hitt og þetta

í hvert sinn

12. júní 2017

sem ég keyri inn á nýlagt malbik fer um mig sæluhrollur. Ég hægi á bílnum til að njóta þessa stutta kafla sem lengst. Blóðþrýstingurinn lækkar, hver fruma slaknar og taugakerfið róast. Þegar gamla malbikið tekur við fer allt í sama horfið.

Ummæli (0) - Hitt og þetta

ég er smátt og smátt

6. ágúst 2006

að lenda eftir fjögurra daga göngu um öræfin norðan Vatnajökuls. Það tekur mig ótrúlega langan tíma. Ég er innni í mér að vinna úr þessari ferð og velta fyrir mér hvað ræður því hvaða áhrif hún hefur á mig. Ferðin var erfið fyrir líkama og sál. Mér finnst ekkert rómantískt við að tjalda í rigningu […]

Ummæli (2) - Hitt og þetta

salatið er geðveikt

31. mars 2006

smakkaði það í leshring í gær. Hvað við skemmtum okkur á milli þess sem við lásum þunglyndisleg ljóð hlaðin fallegum líkingum sem lýsa kannski fyrst og fremst tilfinningum þess sem ekki tilheyrir. Hvort skáldið er að lýsa eigin tilfinningum eða sammannlegum tilfinningum rökræddum við lítillega vorum held ég ekki allar sammála. Létum okkur líka dreyma […]

Ummæli (2) - Hitt og þetta

ég er búin að fatta

28. nóvember 2005

hvað það er sem hefur farið hvað mest í taugarnar á mér við umfjöllun fjölmiðla um jólin. En það er barlómurinn um hvað kröfurnar um að standa sig í að skreyta, baka,kaupa og föndra eru miklar. Þessi eilífa umræða um kröfurnar er að verða jafn sjálfsagður hlutur og það að kveikja á jólatrénu á Austurvelli […]

Ummæli (3) - Hitt og þetta

ég er búin að vinna

11. nóvember 2005

við það sama alla mína starfsævi. Mér hefur liðið vel í vinnunni, hún hefur ögrað mér og ég hef tekist á við nýja hluti með reglulegu millibili. Vinnan hefur gert þá kröfu til mín að hafa mikil samskipti við fólk, jafnvel stundum erfið samskipti. Þau samskipti hafa þroskað mig meira en margt annað og gert […]

Ummæli (0) - Hitt og þetta

það sem er mikilvægt á hverjum degi

1. nóvember 2005


Ummæli (0) - Hitt og þetta

ég tek ekk þátt

27. október 2005

í þessu Skemmti mér samt við að teikna norn með mínu lagi. Hún er mikið fyrir skræpótt föt og hefur ekki náð kústinum á loft lengi. Notar hann bara til að sópa kofann sinn og reka út mýs. Ég hef ekki trú á að neinn hræðist hana, hún virkar meira svona eins og skemmtikraftur. Hennar […]

Ummæli (0) - Hitt og þetta

mér fannst furðulegt

19. júlí 2005

að heyra fulltrúa frá vinstri GRÆNUM í R- listanum setja fram þau rök með breytingum á strætisvagnakerfinu að þær geri fjölskyldum kleift að sleppa ÞRIÐJA bílnum. Í dag er sem sagt talið eðlilegt að fjölskyldur eigi þrjá bíla.Ég man hvað mér fannst það fáránlegt þegar Pétur Blöndal var að gefa sparnaðarráð í útvarpinu á seinni […]

Ummæli (0) - Hitt og þetta

stundum býr maður

6. júlí 2005

sér til áhyggjuefni. Þessa dagana þarf ég ekki að hafa áhyggjur af neinu en er þá að rembast við að koma mér upp áhyggjum af einhverju sem hugsanlega getur orðið eftir ár! Ég las einhvers staðar haft eftir Einstein: “Ég hef haft áhyggjur af mörgu og sumt af því hefur ræst” og þannig er það […]

Ummæli (0) - Hitt og þetta