[ Valmynd ]

Færslur í flokknum: Hitt og þetta

það er svo gott

7. janúar 2021

þegar maður nær að keyra heim úr vinnu í smá skímu. Erfitt að fara til og frá vinnu í myrkri. Ég er að velta fyrir mér að fara út í 15 mínútur á miðjum vinnudegi í janúar alla vega til að sjá birtuna. Held það gerði mér gott. Vona að ég nenni því.

Ummæli (0) - Óflokkað, Hitt og þetta

2020

27. janúar 2020

talan sem stefnt hefur verið að lengi, eða þannig. Er líklegt að þetta ár verði frábrugðið öðrum árum, nei ekki mjög líklegt. Brúðkaup miðsonar og ferðalag til Danmerkur er á planinu. Annars er þetta sama súpan, vinna, borða, sofa og hitta fólk af of til…

Ummæli (0) - Hitt og þetta

okkur vantaði nýtt rúm

21. ágúst 2017

og tókst loks að kaupa það s.l. föstudag og fengum það afhent í dag. Síðasta rúm keyptum við á síðustu öld, þýðir að næst þegar við kaupum okkur rúm verðum við orðin 78 og 77 ára.

Ummæli (0) - Hitt og þetta

að reita arfa

29. júní 2017

er ekki leiðinlegt. Ég tek samt eftir því að ég vil helst sitja sem lengst á sama stað og reita mjög vel í kringum mig. Uppgötvaði í fyrradag, þegar ég sat í sömu sporum á malarstíg í garðinum og tíndi upp hvert einasta smá rusl sem ég sá að það stafaði ekki af snyrtimennsku minni, […]

Ummæli (0) - Hitt og þetta

himnarnir gráta

20. júní 2017

minn fyrsta sumarfrísdag. Ég átti að fara í fótsnyrtingu en hringt var í mig og henni frestað um viku. Við Kátur lögðum okkur eftir morgunmatinn og svo hefur orkan aðallega farið í að hugsa um hvað ég á að hafa í matinn í kvöld handa gestunum fjórum.
Ég er hætt í vinnu minni til ellefu […]

Ummæli (0) - Hitt og þetta

í hvert sinn

12. júní 2017

sem ég keyri inn á nýlagt malbik fer um mig sæluhrollur. Ég hægi á bílnum til að njóta þessa stutta kafla sem lengst. Blóðþrýstingurinn lækkar, hver fruma slaknar og taugakerfið róast. Þegar gamla malbikið tekur við fer allt í sama horfið.

Ummæli (0) - Hitt og þetta

ég er smátt og smátt

6. ágúst 2006

að lenda eftir fjögurra daga göngu um öræfin norðan Vatnajökuls. Það tekur mig ótrúlega langan tíma. Ég er innni í mér að vinna úr þessari ferð og velta fyrir mér hvað ræður því hvaða áhrif hún hefur á mig. Ferðin var erfið fyrir líkama og sál. Mér finnst ekkert rómantískt við að tjalda í rigningu […]

Ummæli (2) - Hitt og þetta

salatið er geðveikt

31. mars 2006

smakkaði það í leshring í gær. Hvað við skemmtum okkur á milli þess sem við lásum þunglyndisleg ljóð hlaðin fallegum líkingum sem lýsa kannski fyrst og fremst tilfinningum þess sem ekki tilheyrir. Hvort skáldið er að lýsa eigin tilfinningum eða sammannlegum tilfinningum rökræddum við lítillega vorum held ég ekki allar sammála. Létum okkur líka dreyma […]

Ummæli (2) - Hitt og þetta

ég er búin að fatta

28. nóvember 2005

hvað það er sem hefur farið hvað mest í taugarnar á mér við umfjöllun fjölmiðla um jólin. En það er barlómurinn um hvað kröfurnar um að standa sig í að skreyta, baka,kaupa og föndra eru miklar. Þessi eilífa umræða um kröfurnar er að verða jafn sjálfsagður hlutur og það að kveikja á jólatrénu á Austurvelli […]

Ummæli (3) - Hitt og þetta

ég er búin að vinna

11. nóvember 2005

við það sama alla mína starfsævi. Mér hefur liðið vel í vinnunni, hún hefur ögrað mér og ég hef tekist á við nýja hluti með reglulegu millibili. Vinnan hefur gert þá kröfu til mín að hafa mikil samskipti við fólk, jafnvel stundum erfið samskipti. Þau samskipti hafa þroskað mig meira en margt annað og gert […]

Ummæli (0) - Hitt og þetta