[ Valmynd ]

Færslur í flokknum: Óflokkað

það snjóaði í morgun

27. apríl 2023

og púðarnir í garðhúsgögnunum hurfu undir snjó og trjágreinar voru þaktar snjó þó glitti í brum á stöku stað. Ég fór berfætt í stígvél með mat út til svartþrasta í hreiðurgerðar ham sem flögruðu ringlaðir um garðinn. Starrar og þrestir birtust líka og ég gaf þeim öllum fræ, rúsínur og brauð.

Ummæli (73) - Óflokkað

útundan mér

8. október 2022

sá ég gleiðfætta, feita gamla  konu sitja á bekk. Hún var í marglitu pilsi með úlpuna fráhneppta svo sást í bláa ullarpeysu. Ég  tók líka eftir að hún var með pjönkur við hlið sér á bekknum og með ljósbleika húfu á hausnum. Ég  samsamaði mig þessari konu í augnablik því  hún minnti mig á mig […]

Ummæli (24703) - Óflokkað

bið á flugvelli

7. október 2022

er alltaf eins. Allskonar fólk, allskonar töskur, allskonar hljóð og alls konar lykt. Lítið um sæti en mikið um óþarft góss.

Ummæli (7787) - Óflokkað

fann fyrir

9. október 2021

ellinni þega ég stóð í fjörunni í Nauthólsvík í stórri baðkápu komin úr sundbolnum og ætlaði að klæða mig í buxur undi kápunni. Ég fann ekki út úr því hvernig ég gæti lyft öðrum fæti án þess að geta lyft höndunum til að halda jafnvægi. Skrýtið að finnast maður ekki almennilega hafa stjórn á eigin […]

Ummæli (2946) - Óflokkað

haustið verður

7. október 2021

fljótlega hálfnað. Tíminn hefur hert á sér undanfarið. Ekki skrýtið, maður er farinn að rúlla niður brekkuna  stöðugt hraðar og hraðar.

Ummæli (3) - Óflokkað

við Kátur gengum

10. mars 2021

út í rokið. Ég klæddi mig í rauða  24 ára gamla norska fjallaúlpu yfir primaloft úlpuna mína. Sú rauða jafnast á við vel einangrað  hús og hleypir ekki vindi í gegnum sig. Þegar  mér varð litið niðureftir sjálfri mér og sá snjóinn á gangstéttinni,  skóna mína, gallabuxurnar og rauðu úlpuna fannst mér ég bæði  hávaxin, […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég er farin

3. febrúar 2021

að æfa kuldaþol mitt. Gekk tvisvar syngjandi  í sjóinn í gær í lopapeysu með ullarhúfu á hausnum. Sjórinn var -1,8 gráða. Ég hef ekki farið í svo kaldan sjó áður. Magnað hvað maður fann samt lítið fyrir kulda, en lærin urðu æpandi bleik. Í næstu viku tek ég vonandi sundtök.

Ummæli (0) - Óflokkað

það er svo gott

7. janúar 2021

þegar maður nær að keyra heim úr vinnu í smá skímu. Erfitt að fara til og frá vinnu í myrkri. Ég er að velta fyrir mér að fara út í 15 mínútur á miðjum vinnudegi í janúar alla vega til að sjá birtuna. Held það gerði mér gott. Vona að ég nenni því.

Ummæli (0) - Óflokkað, Hitt og þetta

hversdagleikinn hefst á ný á morgun

3. janúar 2021

fríið hefur verið gott hangs. Maður hefur hitt fáa, engan utan nánustu fjölskyldu. Það á ekki illa við mig að hangsa.  Verður samt fínt að taka upp rútínu á ný.

Ummæli (0) - Óflokkað

nú þorir maður

28. desember 2020

ekki að spana sig upp í eftirvæntingu fyrir nýju ári. 2020 varð allt öðruvísi en maður bjóst við og ég óttast að 2021 verði svipað lengi frameftir ef ekki verra. Vona ég hafi jafn rangt fyrir mér núna og í janúar 2020.

Ummæli (0) - Óflokkað