[ Valmynd ]

Færslur í flokknum: Óflokkað

Þó birti stöðugt

21. febrúar 2011

dugir það mér ekki til bjartsýni. Ég óttast þá framvindu sem farin er af stað. Agenda ýmissa afla hræðir mig og ég er ekki viss um að okkur takist að ná farsælli lendingu sem þjóð. En hver veit kannski erum við skynsöm upp til hópa og tekst að láta ekki ringlurreiðaröflin rugla í tilfinningum okkar.

Ummæli (0) - Óflokkað

vorið var borið inn

23. janúar 2011

til mín í gær með tveimur
stórum túlípanavöndum.
Þreytandi að geta ekki stækkað myndir lengur. Eitthvað klúður í sniðinu, einhver default stilling einhversstaðar og ég finn hana ekki .

Ummæli (0) - Óflokkað

það fækkaði um eina

17. janúar 2011

í saumaklúbbnum mínum í síðustu viku. Við hinar höfum stutt hver aðra og  kvatt okkar kæru vinkonu  á okkar hátt. Við höfum t.d. “hlegið”  hana sem er andstaðan við að syrgja. Auðvitað syrgjum við hana en það að hlægja og fíflast yfir jafn alvarlegum hlut og dauðanum veitir losun.  Það er ekki óumbreytanleg regla að þurfa að […]

Ummæli (0) - Óflokkað

gulir bónusfánar

8. janúar 2011

með stórum bleikum grísum, blakta í næðingnum. Í sátt og samlyndi við rauða og hvíta N1 fána sem strekkjast og titra eftir því sem vindurinn blæs. Í bakgrunninum glittir í gám merktan Eimskip…

Ummæli (0) - Óflokkað

jólahátíðin að verða liðin

29. desember 2010

og nýtt ár alveg að byrja. Mér finnst eins og árið sem er að líða hafi verið heldur tíðindalítið. Botnlangataka er þó eitthvað sem ekki gerist á hverju ári og maður klárar heldur ekki meistaraprófsritgerð oft. Það hljóta líka að felast viss tíðindi í því að yngsta barnið byrjar í háskóla og flytur að heiman og […]

Ummæli (0) - Óflokkað

eftir því sem myrkrið

15. desember 2010

á morgnana er þykkara verður alltaf erfiðara og erfiðara að vakna . Eftir sex daga fer daginn að lengja aftur. Löngunin til  að leggjast í hýði víkur þá vonandi hægt og rólega fyrir lönguninni til að vaka.

Ummæli (0) - Óflokkað

eins og belja á svelli

29. nóvember 2010

nærri dottin nokkrum sinnum á svörtum ís.

Ummæli (0) - Óflokkað

meira hvað ég

22. nóvember 2010

lifi við mikinn lúxus. Hér skröltum við tvö í stórri íbúð og getum leikið okkur eins og okkur listir. Þó auðvitað sé hálf tómlegt þegar börnin eru öll farin annað þá er ekki laust við að það sé spennandi tóm að fylla nú eða njóta.

Ummæli (0) - Óflokkað

inn á milli koma

15. nóvember 2010

tættir dagar sem virðast hlaðnir viðfangsefnum en ef vel er að gáð varð ekki neitt úr neinu.

Ummæli (0) - Óflokkað

það þarf töluverða

8. nóvember 2010

pollýönnu til að sjá hið jákvæða við það að hafa fáa áheyrendur, sérstaklega þegar maður hefur lagt mikið á sig við undirbúning. En auðvitað blasir við að það er kostur að vitleysan sem vellur upp úr manni fari ekki víða.

Ummæli (0) - Óflokkað